Prettyboitjokkó kemur fram á Skjálftanum 2023 sem fer fram í íþróttahúsinu í Þorlákshöfn 11. nóvember. Nemendur völdu lagið SKÍNA sem Skjálftalagið 2023 en ferlið er þannig að allir nemendur í þátttökuskólum fá tækifæri til að tilnefna íslenskt lag og þau lög sem oftast eru tilnefnd eru send aftur til allra nemenda sem kjósa sitt uppáhalds. Þannig er hægt að finna út hvaða lag verður hið eina sanna Skjálftalag það árið.
Það er skemmtilegt að segja frá því að Skrekkur, sem Skjálftinn byggir á, fer fram þessa dagana. Þrjár undankeppnir voru haldnar í vikunni og úrslitakvöldið fer fram mánudaginn 13. nóvember. Nemendur í skólum Reykjavíkurborgar völdu einnig SKÍNA sem Skrekkslagið í ár svo það er greinilegt að Prettyboitjokkó er á meðal þeirra allra vinsælustu hjá ungmennum þessa stundina.
Hér er hægt að hlusta á Skjálfta- og Skrekkslagið 2023
Comments