top of page
Search

Skrekkur 2020 fer fram í mars 2021

  • Writer: Skjálftinn
    Skjálftinn
  • Feb 3, 2021
  • 1 min read

Updated: Feb 22, 2021


Nú styttist aldeilis í að Skrekkur verði haldinn, en vegna heimsfaraldurs hefur þurft að fresta honum ítrekað en í mars 2021 verður Skrekkur 2020 loksins haldinn. Fyrirkomulagið verður þó talsvert öðruvísi þetta árið, atriðin verða sett á svið í Borgarleikhúsinu eins og áður en í þetta sinn án áhorfenda.

„Ég hef verið í sambandi við unglingana sem þrá að halda Skrekk. Sumir hafa talað um að vonin um hann sé ljósið í myrkrinu í covid. Þess vegna höfum við gert allt sem við mögulega getum til að láta drauminn um Skrekk rætast og það er bara magnað að þetta sé að gerast,“ segir Harpa Rut Hilmarsdóttir framkvæmdastjóri Skrekks í viðtali á RÚV.

Undankeppni Skrekks verður dagana 1., 2. og 3. mars í Borgarleikhúsinu og sýnd í beinu streymi á UngRUV.is

Úrslitakvöldið verður mánudaginn 15. mars og sýnt í beinni útsendingu á RÚV



 
 
 

Comments


Commenting has been turned off.

Umsjónamaður þessarar vefsíðu er framkvæmdastjóri Skjálftans

Ása Berglind Hjálmarsdóttir - asaberglind@gmail.com 

Skjálftinn 2024 var í umsjá kromik.is

Viltu styðja við verkefnið í formi

fjárframlags eða annarskonar styrks?  

Skjálftinn er rekinn á styrkjum og er ekki hagnaðardrifinn

  • Instagram
bottom of page