top of page
Search
Writer's pictureSkjálftinn

Skjálftinn 2023


Skjálftinn 2023 verður haldinn 9. - 11. nóvember í íþróttahúsinu í Þorlákshöfn.

Að þessu sinni fengu allir skólar á Suðurlandi boð um þátttöku, allt frá Þorlákshöfn að Höfn í Hornafirði að Vestmannaeyjum meðtöldum. Skjálftinn er hæfileikakeppni ungmenna á Suðurlandi og byggir á hugmyndafræði Skrekks sem Reykjavíkurborg hefur haldið fyrir sín ungmenni í meira en 30 ár.


Skjálftinn er nú haldinn í þriðja sinn en í fyrsta skipti án allra covid-takmarkana sem er mikið gleðiefni þar sem nú verður hægt að hafa áhorfendur í sal. Markmið Skjálftans er að efla sköpunargáfu, kenna ungmennum að hugsa út fyrir rammann, kenna verklag og þjálfa þau í markvissu, langvinnu hópastarfi. Skjálftinn er búinn til til þess að jafna tækifæri ungmenna til náms, óháð búsetu og gefa þeim kost á að kynnast ólíkum störfum innan sviðslista, þar á meðal þeim mikilvægu störfum sem eru unnin á bakvið tjöldin.

Samband sunnlenskra sveitarfélaga styrkir verkefnið sem sem og Sveitarfélagið Ölfus og þá er RÚV einnig samstarfsaðili. Skjálftanum er sem fyrr stýrt af Ásu Berglindi Hjálmarsdóttur.


Endilega fylgist með Skjálftanum á instagram og facebook, nánari upplýsingar er einnig að finna á skjalftinn.is




239 views0 comments

Recent Posts

See All

Comments


bottom of page